Heimir til Vesturheims 2019
Heimildarmynd um ferð Karlakórsins Heimis á Íslendingaslóðir á vesturströnd Kanada vorið 2017
Úti að aka – Á reykspúandi kadilakk yfir Ameríku 2016
heimildamynd um ferð rithöfundanna Einars Kárasonar og Ólafs Gunnarssonar, sem létu draum sinn rætast um að fara þvert yfir Ameríku eftir Route 66 á 1960 árgerð af kadilakk og skrifa um það bók.
Laufaleitir 2013
Heimildarmynd um smölun á einum fegursta afrétti landsins
Eyjafjallajökull Erupts 2012
Heimildarmynd um gosið á Fimmvörðuhálsi og Eyjafjallajökli vorið 2010 og áhrif þess á fólkið undir jöklinum
Heimsmeistaramót íslenskra hesta í Swiss 2009
Myndband frá heimsmeistaramóti íslenskra hesta í Sviss.
Landsmót hestamanna 2008
Heimildamynd um Landsmót hestamanna á Hellu.
Landsmót hestamanna 2006
Heimildamynd um Landsmót hestamanna á Vindheimamelum í Skagafirði.
Íslendingarnir í Dakóta 2006
Mynd um þá Íslendinga sem fluttu vestur um haf upp úr 1870. Sagt er frá fjölskyldu Þorfinns blinda úr Skagafirði og afkomendur hans leitaðir uppi.
Heimur kuldans 2004
Ljósmyndarinn RAX í nyrstu byggðum Grænlands. Heimildarmynd, 30 mínútur.
Landsmót hestamanna 2004
Heimildamynd um Landsmót hestamanna á Hellu.
Á hestbaki 2004
Þáttaröð um hestamennsku.
Landsmót hestamanna 2002
Heimildamynd um landsmot hestamanna á Vindheimamelum í Skagafirði.
Á hestbaki 2002
4 þátta röð um hestamennsku.
Norðan heida 2002
Heimildamynd um hestaferðir.
Að lesa landið 2001
Hemilda- og fræðslumynd.
Söguslóð 2001
Sögulegir heimildarþættir úr þjóðlífinu.
Frumkvöðlar 2000
3 x 30 mínútna þættir um sérstaka persónuleika. Sýnd á RÚV í janúar 2000.
Heimsmeistaramót íslenskra hesta
Noregur 1997, Þýskaland 1999, Austurríki 2001, Danmörk 2003.
Að hætti Sigga Hall 1999-2000
2 x 13 þátta röð frá ýmsum löndum.
Eylíf 1999
Heimildarmynd um líf í Vestmannaeyjum, Skáleyjum, Grímsey og Papey.
Íslenski hesturinn 1998
Heimildamynd um íslenska hestinn sem segir sögu hans frá upphafi fram á vora daga.
Fjölskyldan 1997
5 þættir um fjölskyldumál.
HM 1995
Kynningarmynd um Ísland sem send var til 20 sjónvarpsstöðva um allan heim fyrir Heimsmeistarakeppnina í handknattleik.
Af landsins gæðum
10 fræðslumyndir um mismunandi greinar íslensks landbúnaðar, 1996.
Dægurtónlist í 50 ár 1995
Heimildamynd um íslenska dægurtónlist frá 1944.
Íslensk fegurð í 50 ár 1995
Heimildamynd í 4 hlutum um tísku, fegurð og tíðaranda á Íslandi frá stofnun lýðveldisins.
Fjársjóðir Jakútíu 1994
Heimildamynd um ferð fjöllistakonunnar Alexöndru Kuregej með son sinn á heimaslóðir í Jakútíu, austast í Síberíu.
Konan sem vildi breyta heiminum (Þóra í Madras) 1993
Heimildamynd um hjálparstarf Þóru Einarsdóttur við börn holdsveikra í Madras á Indlandi.
Fjallmenn á Landmannaafrétti 1995
Heimildamynd um göngur á Íslandi.
Spánskt fyrir sjónir 1992
Heimildamynd um kvikmyndagerð á Spáni í aldarfjórðung, samframleiðsla Norðurlandanna.
Í Askana Látíð 1990
Heimildamynd í 4 hlutum um matarvenjur Íslendinga fram á þennan dag.